Símenntun

Það er víst vika símenntunar þessa dagana. Og óhætt að segja að símenntun sé eigi vel við Íslendinga . Allir skólar stútfullir og þjóðin orðin sprenglærð. Eins og einn ágætur maður sagði ; læra,læra,læra - áfangi til betra lífs . Það er eitthvað sem þessi þjóð getur staðfest. Og þó að ekki sé vitið í askana látið er umhverfið orðið þannig að nauðsynlegt er fyrir hverja manneskju að afla sér menntunar og prófa. Þessi vika núna er tileinkuð fólki sem ekki hefur mikla menntun en er hvatt til að bæta þar úr. Margar leiðir eru í boði , lengri og styttri námskeið auk hefðbundinna námsbrauta. Ég er ein af þessum löndum okkar sem er sífellt í einhverju námi. Mér líður hreint illa ef ég er ekki á einhverju námskeiði eða í skóla. Og mér finnst námsþráin hafa aukist jafnt og þétt með árunum! Ég hef lært saum, málun, bókhald, ljósmyndun ,ensku, ferðamálafræði, tekið nokkra tölvuáfanga, farið í endurmenntun í háskóla og er þar reyndar aftur núna. Og til margra ára hef ég verið aðili í félagsskap þar sem við þjálfum ræðumennsku, stjórnun, framkomu,flutning o.fl. Það eru samtök sem kalla sig Power talk eða ITC . Þetta eru að verða 70 ára samtök, stofnuð í Bandaríkjunum og eru starfandi um allan heim. Í fyrstu voru þau til að hvetja konur og byggja upp sjálfstraust hjá þeim en í dag eru þau fyrir bæði kynin og henta öllum hvar svosem fólk er staðsett í lífinu. Auk þess að fá góða þjálfun er þetta líka skemmtilegur félagsskapur .  Deildin sem ég er aðili að fundar í Grafarvoginum , fjórða hvern miðvikudag og ert þú velkomin á fund hvenær sem er !Wink

Kannski eru einhverjir sem velta fyrir sér hvað maður ,,græðir" á því að mennta sig . Því allt virðist snúast um að græða sem mest. Og jú auðvitað græðir maður alltaf á því að læra. Eftilvill er ekki hægt að mæla það í krónum , ekki einu sinni í evrum, en það að kynnast ýmsum fögum, stefnum og kenningum er þroskandi. Auk þess kynnist maður nýju fólki og heyrir jafnvel nýjar hliðar á ýmsum málum. 

Ef þú trúir því ekki þá reyndu það sjálf/ur --- menntun ER skemmtun --- sama hver aldurinn er, bakgrunnurinn eða núverandi staða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband