Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Hundar eiga að vera í bandi .

Þegar eigendur fara út að ganga með hunda sína , sérstaklega í þéttbýli , er ekkert sjálfsagðara en að þeir séu í ól. Það er vitanlega krafa annara í samfélaginu. Við eigum ekki að þurfa að vera hrædd við lausa hunda þegar við fáum okkur göngutúr, hvort sem við erum ein á ferð ,með hundinn okkar eða börnin . Stórir hundar eru oft mjög forvitnir um litlu hundana og hreinlega ráðast að þeim hvort sem þeir ætla sér að leika sér með þá eða drepa þá , það er ekki í okkar valdi að geta sagt um það. Stórir hundar hafa auk þess stærðina , þyngdina og kraftinn sem er mun meiri en hjá flestum okkar þótt við teljumst fullorðin. Ég á sjálf lítinn hund sem hefur gaman af að fara í göngutúra og leika sér í garðinum okkar. Oftar en ekki hef ég þurft að vera á varðbergi hvað varðar stóra hunda sem við hittum og taka litla krílið í fangið vegna láta í þeim stóru. Eigendur virðast oft ekki ráða nægilega við hundinn sinn til að hafa hann lausan. En að hundur vaði inn í garð og ráðist á annað dýr þar er auðvitað skelfilegt. Dettur mér helst í hug að stóri hundurinn hafi ætlað þetta vera kött en eitthvað er um að eigendur ( veit ekkert hvort það eigi við í þessu tilviki )  þjálfi hunda sína í að ráðast gegn köttum , hvað sem okkur finnst svo um slíkt athæfi.

Ég vona að það fari ekki að verða hér eins og hjá konu einni í USA sem ég kannast við en hún fer alltaf með litla kylfu með sér í göngutúra með smáhundinn sinn til að verjast stórum hundum. Hún fór einu sinni mjög illa útúr árás hunds sem leiddi til dauða hennar hunds og meiðsla á henni sjálfri.

En munum að í öllum hundum býr úlfur , sama af hvaða stærð dýrið er.


mbl.is Eigandinn beinbrotnaði og tvísýnt um líf hundsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband